Miðvikudagur, 17. janúar 2007
Alvara lífsins
Allt tekur enda líka löng jólafrí og nú er fyrsti skóladagurinn liðinn. Ferðalagið í gær gekk vel, flugið fínt, lestarferðin ágæt og strætóferðin stutt og góð. Ég náði í afganginn af afgöngunum í kvöldmatnum og heilsaði uppá gamlar og nýjar skólasystur.
Ég er í holli 2 með eintómum dönum sem er bara fínt þá freistast maður ekki til að tala íslensku. Við byrjuðum í dag í fatasaum og það er augljóst að ég verð að reikna með fáeinum dögum til að komast í gang. Á morgun er valfag og nú má velja á milli tegning og tilbehør. Ætli ég velji ekki tilbehør það hljómar spennandi, veit meira um það síðar.
Fór í fínan göngutúr niður að firði í roki og smá rigningu, hér er allt á floti alls staðar og vond veðurspá. Það var merkilegt að koma úr frostinu á fróni og hingað í 7 stiga hita. Það sást vel úr lestinni hvað akrar og engi eru blaut, heilu tjarnirnar, minnti kannski helst á hrísgrjónaakra annarrs staðar á hnettinum. Svo ekki sé talað um skrúðgræn túnin. Mér er sagt að þessi hlýindi og bleyta séu mjög óvanaleg á þessum árstíma.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er búið að snjóa helling í viðbót, síðan þú fórst :)
Kv: Þinn sonur
Hjörtur 19.1.2007 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.