Sunnudagur, 21. janúar 2007
Janúar helgi
Hér hefur vægast sagt allt verið með kyrrum kjörum nú um helgina. Laugardagsmorgunn hófst með grenjandi slagviðri svo miklu að ég ákvað að fresta rápferð um Viborg. Ég hafði eins og sönnum Íslendingi sæmir ætlað að kíkja á útsölur. Um hádegi reif hann af sér og ég dreif mig í strætó og bauð sjálfri mér í kaffi til Önnu Birnu. Hún stóð auðvitað í stórræðum með mann í vinnu við að hengja upp ljós og fleira. Þegar leið á eftirmiðdaginn hrönnuðust skýin upp og flóðgáttir himins opnuðust einu sinni enn svo mjög að ég hélt að ég yrði veðurteppt en til þess kom nú sem betur fer ekki.
Kvöldið leið við sjónvarpsgláp fastir liðir eins og venjulega fyrst Matador og síðan Barnaby. Til marks um að ég er ekki komin alveg í gang aftur þá sat ég auðum höndum við sjónvarpið, þarf nauðsynlega að finna mér eittthvað að prjóna.
Í morgun dreif ég mig í göngutúr niður að firði í dásamlegu janúarveðri ( myndir úr þeim göngutúr eru komnar inn ). Rámi hundurinn við eitt húsanna sem stendur við göngustíginn gelti eins og hann gerði í allt haust og mér var eiginlega létt, var nefnilega farin að halda að hann væri farinn til feðra sinna því hann lét ekkert á sér kræla í vikunni þegar ég gekk fram hjá. Annars er mjög undarlegt að sjá tjarnir á grænum túnum og allt á floti. Hér eru tré farin að laufgast og elstu menn muna ekki annað eins hitinn er langt fyrir ofan meðallag. Mér finnst nú samt oft hráslagalegt í allri rigningunni. Talandi um veður ég var ekki nema rétt komin inn úr göngutúrnum þegar dimmdi í lofti og rigningin buldi á rúðunum.
Síðan hef ég setið og saumað út hér í herberginu mínu. Ég er búin að horfa á sjónvarpsfréttir frá í gær, spaugstofuna og evróvision. Ekki má gleyma að ég setti inn myndirnar og það tekur fáránlega langan tíma en vonandi hefur einhver gaman af. Bestu kveðjur.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ,rákumst loksins á síðuna þína...gaman að sjá hvað þú hefur það gott þarna úti! Við munum svo halda áfram að fylgjast með þér hér:)
Kveðja Sigrún,Þórunn & Eyrún
Sigrún,Þórunn og Eyrún 22.1.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.