Spenna

Ja hérna hér hefði ekki haldið að ég gæti orðið svona spennt yfir handboltaleik.  Stemningin hér í húsinu var hreint ótrúleg píurnar voru að fara á límingunum þegar Íslendingar jöfnuðu aftur og aftur og komust yfir meira að segja.  Þær urðu líka að viðurkenna í lokin að Danir unnu ekki vegna þess að þeir væru betri heldur fyrir heppni.

Ég fór beint eftir skóla til Viborgar í dönskutíma, það var mjög gaman kennarinn spjallaði næstum í hálf tíma við mig, hinir nemendurnir biðu bara rólegir á meðan.  Henni fannst merkilegt að heyra að við búum til nýyrði á íslensku.  Það er nýlega farið að ræða hér hvernig Danir eiga að halda dönskunni og hvernig hægt væri að leggja meiri rækt við málið.  Hér nota menn ensk orð án umhugsunar og reyna ekki að þýða eða búa til ný. 

Húsmóðirin á H.C. Andersensvegi bauð til afmælis svo að ég lét mig hverfa úr tíma og dreif mig í dýrindis veislu þar á bæ ekki ónýtt það.

Allt við það sama í aðalskólanum, saumað út, byrjaði að rekja í vef í dag og get kannski byrjað á morgun að setja upp í stólinn.  Bestu kveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigga - alltaf gaman að lesa pistla þína. Talandi um enskuskotna dönsku. Ég er með nokkra nemendur á safninu sem eru í dönsku 202 og 212. Þeir áttu að skrifa um snjóbretti m.a. Voru í mestu vandræðum að finna þetta orð á dönsku. Fundum bara "snowboard". Viltu spyrjast fyrir um hvort eitthvert orð sé til á dönsku yfir snjóbretti í næsta dönskutíma þínum?

Annars allt gott!

Kv. Björg

Björg Sigurðar 4.2.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband