Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Danskt mál
Langt er síðan síðast og best að gera grein fyrir sínum málum sunnudagar eru ágætir til slíkra verka.
Handboltavikan leið eins og aðrar vikur og dönsku námsmeyjarnar voru ýmist glaðar eða sorgmæddar eftir atvikum sem ég setti mig ekki sérstaklega inní þar sem áhugi minn á boltaíþróttum er ekki áberandi mikill. Mitt holl hefur verið í vefnaði og prjóni undanfarnar vikur. Ég er loksins búin að setja upp í vef 900 þræði af örfínu bómullargarni í 32 sm breiðan löber, afgangurinn af uppistöðunni verður notaður í diskamottur. Þeim kom saman um það skólasystrum mínum að ég væri afar praktísk þegar um uppsetningu væri að ræða. Nú bíð ég hins vegar eftir garninu sem nota á í ívafið vonandi kemur það sem fyrst því það á illa við mig að bíða lengi!
Í prjóni er ég að gera tilraunir með hvali, ætla að sjá hvað úr því verður.
Næsta vika er þemavika, í boði er skartgripa gerð og finessesyning. Ég hef ekki áhuga á þessu tvennu og bað um að fá að sauma út, prjóna og vefa í staðinn, það var auðsótt mál. Hvað eiga líka eldri dömur eins og ég að vera að gera annað en þeim finnst skemmtilegt!
Ég fór auðvitað í skólann í síðustu viku þ.e. dönskuskólann og ræddi þar fyrirspurn lesanda um snjóbretti. Eftir töluverðar umræður komust samnemendur mínir og kennari að þeirri niðurstöðu að maður segði "at stå på snowboard og at stå på ski" en " at køre på skateboard" . Danir eiga nefnilega ekkert danskt orð yfir fyrirbrigðin. Í framhaldi af þessari umræðu fór kennarinn á flug um það að Danir gætu lært af Íslendingum í sambandi við að búa til dönsk orð yfir nýja hluti og hugmyndir. hún er mjög hrifin af því að við segjum tölva og tölvupóstur en spurð líka hvort við værum búin að finna orð fyrir I pod, ég lýsi eftir því hér með.
Á miðvikudaginn bauð hún Birthe vinkona mín okkur Ernu og tveimur dönskum sem voru líka hér í haust í heimboð. Við fórum af stað eftir skóla og fengum smá skoðunarferð um nágrennið og síðan heim til hennar í kaffi og köku og spjall um prjónauppskriftir og fleira. Þegar leið að kvöldmatartíma brugðu þau hjónin sér í eldhúsið og töfruðu fram dásamlega máltíð. Fyrst báru þau fram ljúffenga súpu, síðan var nautakjöt og að lokum ís í hnetublúnduskál. Að dönskum sið var svo endað á kaffi. Við sátum og borðuðum og spjölluðum í 3 klukkutíma, það er nokkuð sem við náum sjaldan heima í Laugarbrekku þ.e.a.s. tímanum.
Hér er kalt í dag og örlar á snjókornum ég ætla að láta fara vel um mig við útsaum og bóklestur í dag. Kærar kveðjur.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl aftur Sgga!
Bestu þakkir fyrir "snowboard"-hjálpina. Svörin eru í samræmi við það sem ég hélt.
Það er greinlegt að þú ert að fá mikið út úr dvölinni!
Var að koma úr sundi í blíðskaparveðri og er að hlusta á stjórnmálamenn í greinilegum kosningaham!
Kv. Björg
Björg Sigurðar 11.2.2007 kl. 13:08
Hvað er þetta mamma, við getum nú setið heillengi við eldhúsborðið... ekki kannski endilega yfir kvöldmatnum, bara spjalli! Og hver veit hvort sá dagur líti ekki dagsins ljós að við sitjum öll við eldhúsborðið familían og borðum lengi lengi lengi saman :)
Elín Ásbjarnardóttir 12.2.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.