Snjór og ófærð

Hér hefur allt verið í fári undanfarna daga, meiri snjór en elstu menn muna a.m.k. á norðvestur hluta Jótlands.  Við hjónin vorum í gistingu í Viborg í húsi við elstu götu borgarinnar og þegar við sáum að litli bílaleigubíllinn okkar var á bólakafi í snjó voru góð ráð dýr.  Þetta var bara eins og óveðursdagur á Íslandi.  Við höfðum daginn áður legið yfir veður og umferðarfréttum en í raun hvorugt trúað að færð og veður gæti orðið vandamál.  Sjónvarpið sagði frá bílum úti í skurðum, flutningabílum þversum og á hvolfi, seinum lestum og aflýstum flugum á Kastrup.  Ásbjörn ákvað að skilja bílinn eftir, hringdi í bílaleiguna og tilkynnti það.  Við örkuðum svo af stað með allan farangurinn, sem miðaðist auðvitað við að vera á bíl, áleiðis að brautarstöðinni í Viborg.  Við ákváðum að við gætum eins beðið þar, minn var auðvitað heppinn þurfti ekki að bíða nema í 3 korter, fékk þá lest alla leið til Kaupmannahafnar.  Ég beið hins vegar í 3 tíma eftir strætó til Skals, en heim komst ég um síðir.  Ásbjörn var í öruggu sæti, lestin sneisafull og stoppaði óvanalega lengi á ýmsum stöðum.  Hann komst þó alla leið og náði að fara að pútta með Palla í Fields.  Flugið heim til Íslands var auðvitað of seint svo hann var hinn rólegasti í góðu yfirlæti hjá golffélaga sínum.  Út á flugvöll komst hann svo eftir nettan taugatrekking vegna þess að lestin var of sein.  Inn komst hann eftir að hafa fengið sér fylgd þar sem löngu var búið að tékka inn og mátti svo bíða langt fram yfir miðnætti.  Til Reykjavíkur kom hann um 5 um morguninn eftir næstum sólarhringsferðalag. 

Hér voru nemendur á taugum í gær yfir að komast ekki heim um helgina og nú eru útsaumsnemarnir (vikukursistar) að huga að brottferð.  Á þessu bróderínámskeiði voru danskar konur, þýskar konur og einn þýskur karl.  Það hefur ekki gerst áður í vetur að hér hafi verið karl á námskeiði, hann hefur verið hér nokkrum sinnum áður og næst þegar hann kemur ætlar hann í vefnað.

Ég setti nokkrar myndir úr snjónum inn á síðuna.  Bestu kveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband