Ferðasaga

Sat við vefinn í gær er búin með löberinn og eina diskamottu, ætla að taka a.m.k. eina í dag.  Ég er auðvitað farin að velta næsta verkefni fyrir mér og er að spá í dúk á stofuborðið.  Það er nokkuð stórt verkefni en kennarinn sagði í lagi að hann kláraðist ekki á 3 vikum.  Við eigum sem sagt 3 vikur eftir í vefnaði og prjóni.

Eins og mátti skilja á blogginu frá í gær fékk ég eiginmanninn í heimsókn.  Ég fór af stað héðan á fimmtudegi fyrir rúmri viku til að hitta hann og auðvitað Ragnheiði og Jacob í Kaupmannahöfn.  Við hjónin gistum á hóteli eins og fínt fólk og höfðum það næs!  Föstudaginn notuðum við til að rápa í búðir og kaffihús og borða góðan mat með dóttur og tengdasyni á Riz Raz.  Ég held bara að það sé uppáhaldsstaðurinn minn í Köben bæði ódýrt og gott.  Á laugardeginum skoðuðum við sýningu á verkum Ólafs Elíassonar og Kjarvals á Gammel Strand.  Gaman að sjá verk gamla meistarans við hlið nútímalegri verka, öll verkin tengjast þó náttúrunni.  Þar gafst Ragnheiður upp taldi einn menningarviðburð nóg fyrir sig, við Á. fórum hins vegar á Carlsbergs Glyptotek.  Þangað er líka alltaf gaman að koma, þar eru m.a. höggmyndir frá ýmsum tímum t.d. 3000 f.kr.   Fyrir utan hvað húsið sjálft er fallegt.  Næsta verkefni var að finna smörrebrödsstað því ég hafði lofað sjálfri mér að nú væri komið að því að prufa slíkt.  Við fórum með kunningja Ásbjarnar og Ragnheiður slóst aftur í hópinn ( búin að ná sér niður í nokkrum búðum ) á stað við hliðina á Hvids ég held að staðurinn heiti Skinnbuxurnar.  Fengum ágætt brauð og skemmtilegt spjall.  Um kvöldið urðum við svo vitni að því, i góðu matarboði í Örestad, að Eiríkur Hauksson vann Evróvisíon.  Það þótti nokkuð merkilegt í þeim hópi.

Sunnudagsmorgunn var tekinn snemma enda þurfti að sækja bílaleigubílinn ( pútuna ) .  Við tókum stefnuna á Fjón, ég ætlaði að sýna Ásbirni frábæran stað Egeskov slott sem við Hraundísir ( hjólasystur 1994 ) skoðuðum.  Þegar þangað kom var allt lokað og opnar fyrst í apríl, við nenntum ekki að bíða þangað til.  Keyrðum næst til Faaborg, þar skoðuðum við bæinn og höfnina, líka upprifjun frá 1994.  Faaborg er fallegur bær en það er mjög skrítið að ferðast um Danmörku á þessum árstíma, fáir staðir opnir og kalt.  Við fundum svo gistinguna okkar í Viborg í elstu götu borgarinnar, lítil íbúð á besta stað í bænum en rúmin reyndust frekar döpur fyrir öldruð hjón eins og okkur, það endaði með að ég svaf í eldhúsinu eins og hver önnur eldhússtúlka.  Önnur aðstaða var ljómandi fín.

Mánudagurinn var tekinn rólega fórum í bíltúr um nærsveitir Skals, skoðuðum litla bæinn Hjarbæk hér við fjörðinn, keyrðum svo stystu leið til Birthe í Örum.  Tilgangurinn var að mæla hversu langt væri að hjóla til hennar, það reyndust vera uþb 20 km.  Svo að þangað er hægt að hjóla á góðum degi þegar að snjóa leysir.  Við vorum boðin í kvöldverð til þeirra Birthe og Mogens og það var auðvitað eins og áður alveg frábærar móttökur og matur. 

Á þriðjudag keyrðum við til Grenaa og skoðuðum Kattegat museum stórt og flott sædýrasafn.  Keyrðum svo til Ebeltoft rúntuðum um bæinn og auðvitað höfnina, sáum flottar skútur.  Þegar þarna var komið var farið að rigna og lítið hægt að fara út úr bíl.

Miðvikudagsmorgunn rann upp og nú lá leiðin til Skals því Ásbjörn sem fulltrúi minn í holli 2 ætlaði að kynna safnið sitt.  Það gerði hann og vakti stormandi lukku, sýndi myndir og sagði frá.  Hann meira að segja fangaði athyglina svo að næstum engin prjónaði á meðan!!  Síðan keyrðum við til Viborgar og lögðum bílnum því nú var komið leiðinda veður, vonandi hefur einhver frá bílaleigunni getað náð bílnum ú stæðinu því að þarna skildum við við hann á fimmtudagsmorgun.  Við tókum lífinu svo bara með ró þennan dag, fylgdumst með veðurfréttum en hvorugt okkar trúði því þó að allt yrði ófært, ekki í Danmörku!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skindbuksen er margfrægur staður í íslenskri menningarsögu fyrr og nú.  Þetta hefur verið "hang out" menningarvita eins og Alfreds Flóka og margra samtíðarmanna hans og þar áður voru þar ísl. skáld og drykkjumenn í århundredevis!

Ása Björk Snorradóttir 6.3.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband