Sunnudagur, 4. mars 2007
Brúðkaup og óeirðir
Það hefur lengi verið ósýnilegur þráður milli okkar Alexöndru eða alveg síðan hún og Jói ákváðu að gifta sig sama dag og við Ásbjörn. Ég hef því fylgst með henni í gegnum súrt og sætt og gleðst nú með henni því að í gær gifti hún sig aftur, eins og allir vita skyldu þau Jóakim, nú er hún sem sagt gift ljósmyndaranum sínum. Það er til þess tekið hversu alvarlega hann tekur hlutverkið að giftast konu með 2 börn, hann fer meira að segja með drengina í skólann. Nú er framundan mikil spekúlasjón hjá Margréti Þórhildi um það hvernig á að haga samskiptum við nýju fjölskylduna og hvað ef það koma prinsahálfsystkini, á að bjóða þeim með eða skilja útundan?
Ragnheiður getur ekki kennt mér núna um óeirðirnar í Kaupmannahöfn þó að lætin hafi verið grunsamleg í desember. Hér hefur um fátt annað verið talað síðustu daga nema auðvitað brúðkaupið þó það hafi eiginlega fallið í skuggann af þessum látum. Danir eru slegnir yfir þessu og samúð er minnkandi með ungdómshúsafólkinu. Sumar skólasystur mínar telja þó að núverandi eigandi hafi verið mjög ósveigjanlegur, verið boðið ýmislegt en ekki viljað þiggja.
Ég fór í gær til Århus með mæðgunum á H.C. Andersenvej, fór héðan með strætó kl 8 og kom heim með síðasta strætó kl 18, þannig eru samgöngur hér í sveitinni á laugardögum. Við skemmtum okkur ágætlega fórum í dómkirkjuna því eins og sumir vita þá kæta kirkjur alltaf gaman að skoða þær! Svo rápuðum við í búðir og kaffihús, gerðum góð kaup eins og vera ber.
Hef setið við bróderí í dag fyrir utan einn mjög góðan göngutúr niður að firði í dásamlegu vorveðri, fékk meira að segja dálitla sól á nefið!!
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.