Miðvikudagur, 21. mars 2007
Strengir
Helst mætti halda að ég væri að koma úr erfiðri fjallgöngu slíkir eru strengirnir í skrokknum eftir að vefa. Það reynir á allan líkaman að vefa og það kom mér á óvart. Þar sem vefurinn er eins breiður og stóllinn leyfir krefst vefnaðurinn mikilla hliðarsveiflna. Ég sé fyrir mér örmjótt mitti og stinnan afturenda þegar þessum 328 cm verður náð. Vefurinn er á 10 sköftum og munstrið er ofið á 5 og millibilið á hinum 5. Til þess að skilin séu góð þarf að stíga þétt, nota vogaraflið.
Ég hef auðvitað nægan tíma til að hugsa á meðan á þessu öllu gengur þó að ég verði alltaf að telja upp á fimm og það átta sinnum til að halda munstrinu. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég gaf yfirlýsingar um það áður en ég fór af stað hingað í sumar að ég ætlaði nú alls ekki að tapa mér í vinnu, heldur njóta lífsins, skoða nýja staði og gera skemmtilega hluti fyrir utan skólann. Þegar ég kom útkeyrð heim í jólafrí endurnýjaði ég loforðið og taldi að með meiri reynslu ætti ég að geta afmarkað vinnuna betur. Nú er hins vegar svo komið að ég hef áttað mig á að svona verður tíminn hér, þetta er bara svo ótrúlega gaman og mig langar að gera svo margt á stuttum tíma. Þannig að voltaren krem og ibufen er málið!!
'A mánudaginn í morgunstund var kynning á dönskum sið sem snýst um að senda gækkebreve. Þau eru þannig að sendandinn klippir út fallegt bréf, svipað og við klippum dúka eða snjókorn. Skrifar síðan undir rós hver hann er án þess að nefna nafn sitt, getur verið í vísuformi eða gátu. Viðtakandinn á að finna út hver sendandinn er og ef honum tekst það fær hann páskaegg, ef ekki skuldar hann sendandanum egg. Eitt dæmi:
Mit navn ved jeg ikke, for præsten han fik hikke, og så hørte jeg det ikke.
Í morgunstundinni í morgun blésum við úr eggjum og máluðum þau. Það hafði ég aldrei gert en tókst það stórslysalaust. Síðan voru eggin hengd á grein til skrauts.
Það hefði einhverntíma þótt flott að fá nafnið sitt í dönsku blöðin og hvað þá verk, Elín mín sjáðu bara!!
Fór í dönskutíma í gær, kennarinn var að æfa eina sem ætlar að taka 10. bekkjar próf í vor. Hún bauð mér að taka prófið líka sem ég auðvitað þáði. Fyrst var upplestur og síðan málfræðiverkefni, leiðréttingarverkefni og greinamerkjaverkefni. Ég leysti þetta á mettíma, leið eins og nemendunum sem finnst þeir hafa getað allt rétt. Það var nú reyndar ekki alveg þannig en kennarinn var afskaplega ánægð með mig því ég var fyrir ofan meðallag danskra unglinga með 8 af 12 í einkunn. Bara stolt!!!
Þá held ég að ég láti lofræðunni um sjálfamig lokið og kveð að sinni.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Sigga!
Búin að panta Hendes Verden nr. 12 í Bókabúðinni - fæ það ekki fyrr en eftir páska þar sem 10. blað er nú í sölu og 12. ekki væntanlegt fyrr en ég er komin til Ítalíu í páskafrí! Gaman að fylgjast með dugnaði þínum og vinnugleði! Kv. Björg
Björg Sigurðar 23.3.2007 kl. 00:05
Lennti í því sama!Hér er bara no 10! Skelli mér aftur í bókabúðina.
Mikið tekurðu þig vel út við vefinn, en þú veist sjálfsagt að vefur var kvenmannsvinna meðan staðið var við vefstað. Eftir að vefstóllinn kom varð þetta svo "létt"vinna að karlar yfirtóku hana um aldabil. Svo hörfuðu þeir til annarra og enn léttari verka og konur komust að vefnum aftur!
Ása Björk Snorradóttir 24.3.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.