13 gráður í plús

Var að koma úr snilldar hjólatúr, búin að hjóla 20 km.  Hjólaði alla leið til Møldrup var býsna ánægð með mig, en þegar ég nálgaðist bæinn blasti við mér ótrúleg sjón, allur bærinn var fánum prýddur!!  Ég vissi að það er afrek að hjóla 10 km en að þeir tækju á móti manni sem sigurvegara í þessum góða bæ það vissi ég ekki.  Ég hjólaði auðvitað einn hring um bæinn eins og aðrir sigurvegarar.  Á bakaleiðinni reif ég mig auðvitað úr öllu sem hægt var alveg að siðgæðismörkum og hjólaði með sundurglennta fingur og andlitið uppí sólina.  Dáááááásamlegt!!!!!

Sidste søndag i marts skal havemøblerne stilles frem og klokken også.  Sem sagt klukkunni var flýtt um klukkutíma aðfaranótt sunnudagsins svo að nú munar 2 tímum á Danmörku og Íslandi. 

Nú er húsið fullt af konum, hér er vikukúrs í útsaum og svo eru mánudagskonurnar í dag og miðvikudagskonurnar koma á réttum degi.  Þetta hefur þann kost að betra er í matinn og það er gott.  Okkur samlöndunum er farið að leiðast afgangarnir og hlökkum allar til að koma heim um páskana og borða góðan mat. 

Ég ætla að reyna einu sinni enn að setja inn fleiri myndir, þetta blessaða forrit er svo lengi að hlaða myndunum inn að það lokar á sig sjálft.  Þannig er ég í tvígang búin að sitja yfir þessu í klukkutíma þegar allt í einu kemur þú verður að vera innskráður til að geta unnið á síðunni!!!  Frekar pirrandi verð ég að segja.

Horfði á Spaugstofuna á laugardagskvöldið í beinni 300. þátt.  Velti því fyrir mér hvort ég hafi ekki bara séð þá alla, nema hvað mér fannst þeir spaugstofumenn óvenju beittir.  Það var mjög áhrifaríkt að heyra þjóðsönginn sunginn með þessum nýja texta og fróðlegt að vita hvað þjóðinni finnst um uppátækið. 

Gleymdi að segja að ég kom við til að taka veðrið á eina hitamælinum sem ég hef fundið og það eru 13 gráður í plús!!!!!!

Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband