Laugardagur, 14. apríl 2007
Blíðviðri
Ég er ekki hissa á að fólk vilji vera hér í Danaveldi ef framhaldið verður eins og forsmekkurinn af sumrinu. Skemmst frá því að segja að búið er að draga fram dásamlegu Ecco sandalana og stuttbuxurnar og rífa sig úr sokkunum. Í gær var a.m.k. 20 stiga hiti og sól og svipað í dag. Hér í Skals var fyrsti útimarkaður ársins í dag, auðvitað frábært að sitja úti með frankfurter pylsu og bjór í sólinni. Síðan sat ég úti og bróderaði ég veit ekki hvað hægt er að hafa það betra.
Við íslensku skólastúlkurnar komum hingað á miðvikudaginn eftir 14 tíma ferðalag, allt gekk vel en heldur var maður búin að fá nóg. Á fimmtudagsmorgun fór ég með dönsku vinkonu minni og 3 öðrum í fínan túr til Århus. Fyrst fórum við auðvitað í efnabúð, risastóra en ég hamdi mig eins og gat. Síðan fórum við í bæinn og skoðuðum m.a. dómkirkjuna. Mér fannst ekki leiðinlegt að komast uppí turnin, bara 150 tröppur, þaðan er heilmikið útsýni í allar áttir. Næst héldum við í útsaumsbúð og garnverslanir ásamt ýmsum öðrum. Á leiðinni til baka keyrði Birthe á eina af baðströndunum við bæinn, þar var fólk þegar búið að koma sér fyrir á teppum, mér fannst nú heldur kalt til sól og sjóbaða. Síðan bauð hún okkur heim í dýrindis máltíð eins og vant er.
Í gær var ég í útsaum hjá Lone hún var að sýna aðferðir við tauþrykk og ég ákvað að sauma eitt viskastykki með hænum. Þrykkti hænuskrokkanana og sauma svo það sem eftir er.
Ég ætlaði að vera ægilega dugleg við vefnaðinn um helgina en ég veitti sjálfri mér undanþágu vegna veðurs, en það má velta fyrir sér hvenær blessaður dúkurinn klárast ef veðrið verður svona gott í vor!!
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.