Japönsk teserimónía

Fallegt veður í dag, "brotið skýjafar" eins og ég heyrði flugmann einu sinni lýsa veðri, laglegt það!

Kláraði að laga villur og falda dúkinn góða svo að nú er bara eftir að stenka og strauja eftir kúnstarinnar reglum, sólarhringsferli.  Gærdagurinn var helgaður öskjum, það er eitt af því sem gaman er að kynnast en þarf ekki að gera aftur.

Eftir skóla buðu japönsku stelpurnar til tedrykkju að þeirra sið.  Þær voru búnar að klæða sig uppá í kímonóa og raða á gólfið því sem við á.  Þær sýndu okkur hvernig athöfnin fer fram og útskýðu hvernig þurrkað er af skálinni eftir settum reglum, hvernig meðlætið var fyrst borið fram og hvernig teið skal reitt fram.  Framhlið skálarinnar, sú skreyttari snýr að gestinum þegar gestgjafinn afhendir hana og gesturinn snýr skálinni aftur þannig að skrautið snúi að gestgjafanum, allt til að sýna virðingu.  Svo fengum við að smakka bæði te og meðlæti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband