Samsetning

Jæja þá maður kominn með  þráðlaust net, svo nú er hægt að skrifa á íslensku og blaðra á Skype.

Nýjustu fréttir af hjólamálum, þetta er nefnilega framhaldssaga mánaðarins!!  Hjólin voru sett saman á stofugólfinu hjá Önnu Birnu á 3. hæð.  Sendlarnir höfðu nefnilega trillað hjólunum þangað upp.  Síðan fórum við prufutúr um nágrennið og fákarnir reyndust svona ljómandi vel, aðeins ískur í bremsum og smotteri og þvílík frelsistilfinning!!  Á morgun ætla ég svo í annan leiðangur til að sækja gullmolann og hjóla honum heim þessa 12 km, ef ekki rignir eldi og brennisteini.

Fór nefnilega í göngutúr eftir kvöldmat í glampandi sól og blíðu,  en eftir stutta stund opnuðust flóðgáttir himins, en sólin var svo lágt á lofti að hún brosti til mín undir skýin.  Var eins og hundur af sundi eftir göngutúrinn. 

Skólinn sem einhver hefði kannski haldið að væri aðalatriðið var fínn í dag, byrjuðum í fatasaum.  Fyrst bjuggum við til grunnsnið i lítilli stærð, svo fullri stærð og að síðustu prufupils úr lérefti.

Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband