Þriðjudagur, 22. ágúst 2006
Afrek dagsins
Dagurinn hófst líkt og þeir sem á undan eru gengnir með morgunsöng með kristilegu ívafi. Síðan hafði Lone útsaumskennarinn morgunandakt, las upp af blaði í 20 mín ýmislegt um útsaum undanfarin 1000 ár eða svo. Verð að viðurkenna þó að mér finnist efnið áhugavert þá missti ég nú þráðinn af og til . Fannst þetta ekki ganga upp kennslufræðilega.
Síðan var gengið til saumastofu og nú skyldi takast á við beklædning og vonandi eru þetta bara byrjunarerfiðleikar, en mikið óskaplega þurfti ég að bíða oft og lengi. Eftir hádeigið hafði ég með mér prjónana.
Þegar skóla lauk fékk ég far með skólasystur minni og erindið að sækja gullfákinn. Hjólaði hingað þessa 12 km ( er ekki í æfingu ) og var ca 45 mín. Var eins og vígahnöttur þegar heim var komið enda alltaf mótvindur í Danmörku eins og sumir vita. Næst er bara að hjóla um nærsveitir, frábært frelsi!
Kvöldsólin er mjög falleg séð úr herbergisglugganum mínu, ég er á hverju kvöldi stödd í vísum Svantes "solen er röd og rundt og jeg er lige gaaed i bad" ótrúlega fallegt.
Kveðjur
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Beztu hamingjuóskir með gullfákinn. Ef heldur fram sem horfið og þú hjólar svona mikið á ég ekki roð í þig ínæstu hjólaferð sem verður....? hilsen cyklepigen Åse
abs 22.8.2006 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.