Kennitala

Í gær var ég í  valfaginu teikningu.  Það var mjög gaman, við byrjuðum á að teikna teygjur, síðan slaufur og borða, að síðustu máttum við velja okkur fyrirmynd, það voru t.d. rætur, steinar, hrúðurkarlar o.fl.

Ég fór líka á skrifstofu Möldrup kommune og ætlaði að fá danska kennitölu, en þá vantaði mig norrænt flutningsvottorð að heiman.   Ég gat bjargað því í gegnum tölvuna og faxað til þjóðskrár, nú vona ég að þetta verði í lagi.  Ég ætla að fara á dönsku námskeið og til þess þarf ég kennitölu. 

Svona leið nú afmælisdagurinn og ég fékk margar kveðjur og símtöl. 

Í dag var síðasti fatasaumsdagurinn, ég kláraði pilsið fyrir hádegi og fór í kaupstaðarferð eftir mat.   Hitti svo Önnu B. og við elduðum góðan mat saman í tilefni afmælisins.  Kom heim með síðasta strætó kl 22:10.

Alltaf hlýtt og gott veður, hefur ekki rignt í 3 daga.  Las í blöðunum að ágúst hefur verið sá blautasti í 40 ár. 

Kærar kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband