Sunnudagur, 27. ágúst 2006
Kláði
Aldeilis eftirmáli eftir að bíða eftir strætó á föstudagskvöldið. Agnarsmá mugga læddist undir bandið á sandalanum, það kom styggð að henni af því að sandalaeigandinn asnaðist til að hreyfa sig og þá er ekki að sökum að spyrja. Síðan hef ég verið með tvöfalda rist og nærri óbærilegan kláða, undrast mest hvað skinnið er sterkt, að ég skuli ekki vera komin í gegn!!
Helgin fór að mestu í prjónavélanámskeið, gærdagurinn ágætur. Í dag gekk hins vegar allt á afturfótunum. Ég ætlaði að gera afskaplega flott axlaskjól. Byrjaði mjög vel, lærði að gera fallegt mynstur og hvað eina, svo þurfti ég að færa lóðin þar sem afurðin náði niður á gólf, tókst ekki betur til en svo að ég missti of margar lykkjur til að það borgaði sig að pilla þær upp. Byrjað upp á nýtt og allt virtist vera í lagi, stóð aðeins upp til að teygja úr mér. Þegar ég kom aftur inn á prjónastofuna var þar allt í hers höndum, búið að rífa upp alla glugga, því það hafði allt í einu farið að rjúka úr vélinni minni. Hún var nú rifin úr sambandi og farið með hana út og prjónlesið með. Svo nú fannst mér nóg komið.
Í gærkvöldi var slegið upp veislu af því að kærasti einnar á afmæli á mánudaginn og hún vildi auðvitað elda fyrir sinn á nokkurn veginn réttum tíma. Kærastinn er færeyskur og þess vegna var boðið upp á kindalæri, mjög gott og harðfisk og grind á eftir!!!
Ég fann á tölvunni danska stöð sem spilar bara danska slagara misgamla og hef einsett mér að láta þetta dynja á mér eins og mögulegt er til að fá tilfinningu fyrir málinu, verð orðin fagmanneskja í rómantískum oratiltækjum ef svo heldur fram sem horfir.
Snilldin að geta horft á fréttir í ísl sjónvarpinu, sá Hjört minn og heyrði, flottur ungur maður með skoðun!
Venlig hilsen
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmmmmmmmm....fyrsta konan sem ég veit um bræðir úr prjónavél!
; ) ÁBS
abs 28.8.2006 kl. 10:58
Hæ Sigga það er greinilegt að þú ert með brennandi áhuga á náminu ég fylgist orðið reglulega með blogginu því þetta er æsispennandi. Gangi þér vel kv. Elín G.
P.S. HÆ Ása og takk fyrir síðast
Elín Guðmundsdóttir 29.8.2006 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.