Þriðjudagur, 29. ágúst 2006
Broderi og danska
Í gær var valfagið í gangi og það er teikningin. Fyrsta verkefnið var að teikna gleraugu, kennarinn dró upp úr pússi sínu fult af gleraugum sem hún hafði keypt í Genbrug og dreyfði á okkur. Hún Bodil, teiknikennarinn, er mjög flink að láta manni finnast að maður sé dálítið góður að teikna. Segir t.d. þegar eitthvað er frekar mislukkað að þetta sé mjög spennandi! Seinna verkefni dagsins var að teikna röndóttar flíkur hangandi á þvottasnúru. Nú var vandinn fólginn í fellingunum.
Eftir skóla skaust ég til Viborgar því ég hafði mælt mér mót við mann í fullorðinsfræðsluskólanum, en þegar þangað kom gat ég alls ekki munað nafnið á honum. Nú voru góð ráð dýr, ég rápaði um þennan risastóra skóla og leitaði að skrifstofu, klukkan var orðin 4 svo að það var gagnslaust, fann að lokum námsráðgjafa skrifstofur og fannst að ég hlyti að vera á réttum stað. Loks kom kona sem sagðist vera námsráðgjafi og ég skildi bara tala við sig. Hún taldi eftir að hafa talað við mig að ég ætti að fara á undirbúningsnámskeið, gallinn væri bara sá að það væri fullt, en hún ætlaði að setja mig á biðlista. Svo bætti hún við að ég gæti allavega komist að eftir jól! Þannig er sem sagt staðan núna ég bíð og vona að nokkrir hætti við , því að ég er númer 6 á listanum.
Morgunninn hófst með samkomu og einum sálmi, síðan var fyrirlestur um stafi og nafnaklúta í fatnaði og sængurfötum. Skemmtilegt það sem ég skildi.
Broderi er yfirskrift þessarar viku og ég ætla að klára nálapúðann og byrja á einhverju öðru, ekki alveg búin að ákveða hvað það verður. Ætla að hafa sem flestar tegBroderiundir af sporum í því.
Skrapp svo aðeins í bæinn og rápaði pínulítið. Síðan rólegheit, lagði ekki í að fara aftur á prjónavélina í bili.
Sæl að sinni
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.