Miðvikudagur, 30. ágúst 2006
Magadans
Eftir að hafa sungið einn sálm við fingrapolkalagið kom ein skólasystirin heldur betur á óvart. Hún sýndi grunnspor og hreyfingar í magadansi. Var í alklæðnaði magadansmeyja og lét okkur auðvitað dansa og dilla okkur. Skemmtileg tilbreyting.
Fórum síðan mjúkar og fínar í bóderi. Ég kláraði nálapúðann og er nú að finna mér nýtt verkefni, ekki sú klárasta í að teikna sjálf, en að klippa og líma, af því hafa kennarar áralanga reynslu eins og kunnugt er.
Eftir skóla fórum við 3 íslenskar í göngutúr, varð nærri þriggja tíma túr, rétt náðum í mat (lífið snýst dálítið um matartímana). Við gengum alla leið að þorpi sem heitir Hjarbæk og þar kom í ljós mjög fallegt þorp, hefði sómt sér vel á póstkorti. Við gengum í sól og blíðu, en rétt eftir að við komum heim gerði þessa rosalegu rigningar skulfu, svipað og gerist stundum á suðrænni slóðum.
Rólegt kvöld, horfði á snilldarþátt í sjónvarpinu, hann heitir bændur og brúðir og gengur út á að koma bændum í hnapphelduna. Þeir ku víst vera margir sem hafa ekki tíma vegna bústarfa til að finna sér brúði. Athyglisvert vandamál, veit ekki hvort íslenskir bændur eiga við sama vandamál að stríða.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er farin að hafa áhyggjur af ölllum þessum sálmasöng, hafur þetta ekki áhrif til lengdar???? : (
Ása Björk 30.8.2006 kl. 20:51
Sálmasöngur og bróderí!! hm...
Ertu viss um að þú hafir fæðst á réttri öld. Gaman að lesa blogið þitt. Þín síða er sú fyrsta sem ég hef heimsótt enda fædd á síðustu öld.kv. Anna
Anna Sigurbergs 1.9.2006 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.