Magadans

Eftir að hafa sungið einn sálm við fingrapolkalagið kom ein skólasystirin heldur betur á óvart.  Hún sýndi grunnspor og hreyfingar í magadansi.  Var í alklæðnaði magadansmeyja og lét okkur auðvitað dansa og dilla okkur.  Skemmtileg tilbreyting.

Fórum síðan mjúkar og fínar í bóderi.  Ég kláraði nálapúðann og er nú að finna mér nýtt verkefni, ekki sú klárasta í að teikna sjálf, en að klippa og líma, af því hafa kennarar áralanga reynslu eins og kunnugt er.

Eftir skóla fórum við 3 íslenskar í göngutúr, varð nærri þriggja tíma túr, rétt náðum í mat (lífið snýst dálítið um matartímana).  Við gengum alla leið að þorpi sem heitir Hjarbæk og þar kom í ljós mjög fallegt þorp, hefði sómt sér vel á póstkorti.  Við gengum í sól og blíðu, en rétt eftir að við komum heim gerði þessa rosalegu rigningar skulfu, svipað og gerist stundum á suðrænni slóðum.

Rólegt kvöld, horfði á snilldarþátt í sjónvarpinu, hann heitir bændur og brúðir og gengur út á að koma bændum í hnapphelduna.  Þeir ku víst vera margir sem hafa ekki tíma vegna bústarfa til að finna sér brúði.  Athyglisvert vandamál, veit ekki hvort íslenskir bændur eiga við sama vandamál að stríða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er farin að hafa áhyggjur af ölllum þessum sálmasöng, hafur þetta ekki áhrif til lengdar???? : (

Ása Björk 30.8.2006 kl. 20:51

2 identicon

Sálmasöngur og bróderí!! hm...
Ertu viss um að þú hafir fæðst á réttri öld. Gaman að lesa blogið þitt. Þín síða er sú fyrsta sem ég hef heimsótt enda fædd á síðustu öld.kv. Anna

Anna Sigurbergs 1.9.2006 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband