Sunnudagur, 3. september 2006
Helgin
Fimmtudagur og föstudagur liðu við mynsturgerð og bróderí. Eftir skóla á föstudaginn fórum við Ragnheiður skólasystir í leiðangur. Við ákváðum að taka strætó í hina áttina eins langt og hægt væri. Við fórum til bæjar sem heitir Farsö og skoðuðum okkur aðeins um á milli ferða, mest í verslunarmiðstöð sem þar var, vegna þess að það rigndi svo hrikalega. Var samt alveg þess virði, bærinn stærri en við áttum von á. Síðan rólegt kvöld.
Á laugardagsmorgun snemma tók ég strætó til Viborgar, mætt til Ö.B. kl rúmlega 9 ( eins og kunnugt er eru strætóferðir strjálar). Við drukkum saman morgunkaffi og fórum svo að skoða eina efnabúð og á loppumarkað. Hann var risastór útimarkaður með allskonar geymsludóti, húsgögnum, skrauti o.fl. Síðan fórum við á bæjarrölt en það var mest hlaup milli búða því að það rigndi þvílík ósköp. Höfðum það svo huggulegt, spjölluðum og prjónuðum. Eftir nóttina töldum við að fyrsta haustlægðin hefði gengið yfir Viborg því að það var mjög hvasst og rigndi mikið. Í morgun drifum við okkur á Husflidsmesse (handverkssýningu). Þar var margt að sjá en eins og oft vill verða margt það sama og margt fólk.
Næsta vika verður fatasaumsvika hjá mér, við eigum að gera grunnsnið af buxum og blússu og síðan sauma. Ég á líka að vera aðstoðarkona í eldhúsi, þá kemur maður aðeins fyrir mat, setur matinn fram og gengur frá á eftir.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Sigga
Gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með þér á Skals, gangi þér sem best, líka með prjónavélina.
Kveðja, Hildur Helga, hafnfirska
Hildur helga Gísladóttir 3.9.2006 kl. 22:54
Hæ Sigga mín, gaman að heyra hvað það er gaman hjá þér í dejlige Danmark ! Hef smá áhyggjur af þessu með magadansinn, og þó, það ætti að nýtast vel á framhaldsnámskeiðum í koníaksdrykkju !
kær kveðja,
Maja Ax
María Axfjörð 4.9.2006 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.