Teikning

Veðrið hefur verið mjög gott undanfarna daga, vonandi verður það eins áfram.  Fór í góðan hjólatúr eftir bloggið í gær.  Í dag var líkamsræktin hins vegar magadans undir arabískri tónlist.  Ein skólasystirin sú sem sýndi magadans um daginn bauðst til að kenna okkur.  Auðvitað fannst mér sjálfsagt að prufa.  Við hristum okkur í einn og hálfan tíma og merkilegt nokk, þetta tók bara á.  Ég hafði mjög gaman af og held að magadans ætti að vera skyldufag í handavinnuskólum og kannski grunnskólum! 

Skóladagurinn var líka skemmtilegur, við vorum í valfaginu teikningu.  Bodil lét okkur teikna líkama, svo fætur frá hné, í skóm.  Síðan settumst við hver á móti annarri og teiknuðum munna og augu.

Næstu daga er bróderí og valfag aftur á fimmtudaginn.  Mikið er ég farin að hlakka til að fá eiginmanninn í heimsókn á fimmtudaginn, við ætlum í reisu norður á Skagen og fleira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þú dugleg að setja myndir inn á síðuna!!!Lykke til! Hlakka til að sjá afraksturinn af teiknikennslunni : )

Ása Björk Snorradóttir 12.9.2006 kl. 19:53

2 identicon

Halló, það er nú gott að þú ert að gera eitthvað að viti þarna :)

Kv:Hjörtur

hjörtur 12.9.2006 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband