Þyrnirós

Sunnudagur næstum liðinn, dásamlegt veður líka í dag.  Einhver hafði eftir veðurfræðingi að þetta væri heitasti sept í manna minni!  Ég var alveg búin á því í gær þegar ég sá að hjólið var aftur vindlaust að framan, ég sótti það úr viðgerð á miðvikudagskvöld.  Þá sagði viðgerðarmaðurinn að ég hefði fengið þyrni upp í dekkið og hann gert 5 göt á slönguna, ég var svo græn að ég hélt að hann hefði tekið þyrninn úr alveg óbeðinn.  Maður skólasystur minnar kom hér við í dag( sá sem hjálpaði mér um daginn ) og eftir að hafa pumpað og hlustað og strokið dekkinu, fann hann þyrni sem var fastur í dekkinu.  Hann dró þyrninn út og bætti fyrir mig dekkið, svo nú vona ég að þyrniraunum mínum sé lokið. 

Í morgun sat ég í rólegheitum og hlustaði á rás 2 og Gest Einar í tölvunni á meðan ég saumaði blússuna mína, bara næstum eins og heima!

Ég fékk líka dönskutíma hjá einni skólasysturinni, las fyrir hana upphátt og hún leiðbeindi mér með framburðinn, ekki veitir af.

Í gær var ég í modelteikningu og ég verð að segja að aðrir eru betri í henni en ég, kannski kemur þetta með æfingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló, það er ekkert annað hjólaðiru inní runna eða hvað?
Allt gott að frétta að heiman, bið að heilsa :)
Kv. Hjörtur

Hjörtur 24.9.2006 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband