Flakk

Ég var í fatasaum á þriðjudag og föstudag, en mið og fimm í litafræði einhverskonar.  Þeim tíma var ekki sérlega vel varið verð ég að segja.  Við vorum látnar búa litahringinn til með miklum málalengingum, tók óralangan tíma og næsta dag að klippa út og líma á blað.  Ég hefði heldur viljað sauma ég er nefnilega að byrja á kápu, er búin með blússuna sem tókst alveg ágætlega.  Nú er sem sagt aðal spenningurinn að fá að halda áfram með kápuna.  Ég kláraði í dag að sníða og overlocka öll stykkin. 

Ég fór á föstudaginn til litlu fjölskyldunnar á H.C.Andersensvej sem er eiginlega búin að taka mig að sér.  Heimasætan hressti uppá háralit skólastúlkunnar sem var orðin við skulum segja mattur.  Á laugardagsmorgni fór ég svo með lest til Árósa og hitti þar Ragnheiði og Jakop.  Við flæktumst, um dálítið í búðum fengum okkur að borða á útiveitingahúsi mjög huggulegt alveg þangað til það kom úrhelli með þrumum og fíneríi.  Síðan keyrðum við til Randers og höfðum það bara huggulegt.  Hingað vorum við svo komin um hádegi og ég sýndi þeim skólann og svo drifu þau sig til Kaupmannahafnar. 

Ég fór í stórhreingerningu hafði keypt mér Ajax, svo að nú er a.m.k. hreinlætisilmur.  Þessi ákafi kom til af því að í herberginu var óþarflega mikið af pínulitlum flugum og eina ástæðan sem mér datt í hug fyrir veru þeirra hér hlaut að vera óþrifnaður.  Nú er bara að bíða og sjá.

Á morgun byrjar nýtt valtímabil og nú hef ég valið að fara í smykker það er skilst mér allskonar skartgripagerð mjög spennandi.  Síðan er bróderí alla vikuna og þá kemst ég vonandi e-ð áfram með myndina mína og kannski get ég líka þokað kápusaumnum áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband