Gamli íslenski

Það er svo brjálað að gera í bróderíinu að maður gefur sér ekki tíma til að blogga hvað þá annað.  Reyndar hefur líka farið dágóður tími í að reyna að útvega gistingu fyrir okkur mæðgur í Kaupmannahöfn.  Elín mín ætlar að koma í haustfríinu sínu og við munum skoða söfn og aðra menningarviðburði í höfuðborginni um helgina.  Það er alltaf gaman að koma til Köbin svo að ekki slæ ég hendinni á móti þessu ferðalagi.  Það reyndist þrautin þyngri að fá gistingu, það ku vera einhver sýning í Bellasenter.  Það tókst þó í gærkvöldi að fá svefnpláss hjá íslendingum á Amager, vona að það sé í lagi.

Ég hefði ekki trúað að mér þætti svona gaman að sauma út, ég læri margar nýjar aðferðir og aðrar aðferðir sem ég kunni fyrir.  Það var þannig í morgun að við áttum að sauma prufu með flettsyning sem mér sýndist strax vera gamli íslenski krosssaumurinn.  Þetta var líka sá gamli en saumaður lóðrétt og frá sér, ég sagði auðvitað kennaranum að ég kynni miklu auðveldari aðferð, sem sagt lárétt.  Fyrst taldi hún þetta alls ekki vera það sama en hún gaf eftir en bætti við að svona væri hann alltaf saumaður í Danmörku!

Fór í smá göngutúr áðan og nú fannst mér aðeins orðið haustlegt.  Samt eru allsstaðar útsprungin blóm og hér fyrir utan skólann var slegið í gær.  Mér finnst gaman að upplifa haustið hér, öll tré slúta undan ávöxtum, berjum og hnetum.  Svo er reyndar minna huggulegt þegar þetta fer allt að hrynja ofan á höfuðið á manni!

Gott í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hae Sigga min! Gaman ad sja hvad thu hefur gaman ad dvolinni i Skals. Var ad koma fra Tyrklandi - thad var meirihattar ad koma thangad. Langar ad fara aftur. Bid ad heilsa. Anna

Anna Sigurbergsdóttir 6.10.2006 kl. 14:26

2 identicon

Hae Sigga min! Gaman ad sja hvad thu hefur gaman ad dvolinni i Skals. Var ad koma fra Tyrklandi - thad var meirihattar ad koma thangad. Langar ad fara aftur. Bid ad heilsa. Anna

Anna Sigurbergsdóttir 6.10.2006 kl. 14:26

3 identicon

hef ég sagt það áður: mar getr öfundað fólk sem er bara að gera håndarbeide ugen lang. Og svo er ég ekki hissa að þú getir kennt þeim sitt hvað þarna úti á Jótlandi.....en fjandi ertu langt fra Köben, 6 og 1/2 tima jafnlangt og til Húsavíkur!!!:) din vendine ása björk

Ása Björk Snorradóttir 12.10.2006 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband