Mánudagur, 9. október 2006
Helgin
Kominn mánudagur aftur og nú bregður svo við að kennarinn er veikur. Eins og allir almennilegir nemendur vita á maður að nota tækifærið og slæpast, en nei maður sér sér leik á borði og vinnur upp gamlar syndir eins og hægt er. Ákvað nú samt að blogga.
Við mæðgur allar 3 höfðum það fínt í Kaupmannahöfn um helgina, við Elín fórum aðeins í Fields á meðan Ragnheiður las námsbækur á laugardaginn. Síðdegis fórum við svo allar saman í bíó og sáum Rene hjerter, góð mynd bæði grátbrosleg og umhugsunarverð. Eftir poppát var lystin ekki mikil en við fórum samt og fengum okkur aðeins snarl og höfðum það huggulegt. Í gær fórum við Elín á þjóðminjasafnið, það er risastórt og engin leið að skoða það almennilega í eitt skipti. Víkingadeildin er lokuð til vors 2008 og þá ætlum við að fara aftur!
Svo var bara komið að því að kveðja og koma sér af stað heimleiðis. Fór af stað frá Köbin kl 16 og var komin hingað í sveitina kl 22:30.
Vikan framundan helguð fatasaum (það er valfagskennarinn sem er veikur) og ekki má gleyma barnfóstrustörfum í Viborg, þannig að bloggarinn er með mörg járn í eldinum þessa dagana!!
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.