Laugardagur, 14. október 2006
Komin til baka
Komin aftur til næturdvalar í Skals. Hér er 12 stiga hiti og sólskin í dag, yndislegt haustveður. Fór í stuttan hjólatúr á gullfáknum, hvernig væri nafnið Gyllir, allir almennilegir fákar heita eitthvað. Keypti líka nokkra ávexti þar sem kosturinn hér um helgar er heldur dapur.
Barnfóstrustörfin gengu mjög vel, börnin góð og dugleg. Eldra barnið fékk það lokastarf í gær að kemba barnfóstruna. Já, ég hélt ekki að lús yrði á vegi mínum hér í fullorðinsskóla, en 3 skólasystur mínar voru hýslar í síðustu viku svo að það er eins gott að fylgjast með sínum haddi. Ég læt það fylgja með að ekkert fannst í þetta sinn!!!
Síðasta vika var helguð fatasaum og mín er að böglast við að sauma sér kápu, efnið er fallegt en læpulegt og ekki mjög þétt ofið svo að þetta er nokkur barátta. Ég er svo heppin að saumakennarinn er með aftenvagt í kvöld og ég ætla að nýta mér það.
Hér í Skals er bókasafn, ekki mjög stórt en nægir amk í byrjun, ég er sem sagt að reyna að vera dugleg að lesa dönsku í þeirri von að mér fari fram við það. Eins og kunnugt er vildu þeir mig ekki í dönsku fyrir útlendinga ég var held ég of góð fyrir einn hóp og ekki nógu góð fyrir hinn. Svo er röflað yfir því að útlendingar nenni ekki að læra málið. Ætli það sé léttara að fá að læra íslensku?
Nóg í bili
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru miklar annir? Ég kíki á bloggið þitt og bíð spennt eftir næsta bloggi, og bíð og bíð og bíð..... hafðu það gott! :D
kveðja Ása Björk
abs@nett.is 18.10.2006 kl. 19:28
Halló mamma mín! Bara rétt að kasta á þig kveðju.... takk fyrir síðast og allt það! :) Allt gott að frétta úr Stekkjarkinninni.... vertu nú fljót að henda inn næstu færslu!
Kv. Elín
Elín 19.10.2006 kl. 10:59
Sæl Sigga
Gaman að sjá hvað gengur vel hjá þér.
Kveðja Sigga Þ ein af hafnarfjarðar píunum.
Sigríður Þórðardóttir 19.10.2006 kl. 14:07
Bíddu við! Er bloggarinn í þér sofnaður?? Það er kominn 21. og ég bíð og bíð eftir bloggi!
Kveðja Ása Björk
Ása Björk Snorradóttir 21.10.2006 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.