Sunnudagur, 22. október 2006
Þæfing
Hér hefur verið alveg brjálað að gera. Í síðustu viku vorum við að þæfa ( ekki fæða, fjölskyldubrandari ).Inge Marie Regnar sú kjarnakona var kennarinn okkar hún þurfti aldrei að sofa held ég. Allavega var þæft langt fram á kvöld alla dagana nema á miðvikudaginn, þá þurfti hún að skreppa heim til sín til að halda eitt námskeið um kvöldið. Ótrúleg kona og svo flink og ráðagóð, það voru því margir mjög fallegir og eigulegir hlutir sem urðu til í vikunni. Það voru þæfðar töskur í öllum mögulegum stærðum og gerðum, treflar, sjöl, inniskór, borðhlífar, dropafangarar, húfur, vettlingar, hanskar, utan um kaffikönnur, rauðvínsflöskur og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í svipinn. Það er auðvitað töluverð vinna að ganga frá þannig að fallegt sé, en Inge Marie er sérlega flink við slíkt. Hún lét okkur nota leður, gummi og alls konar flotta hnappa og lokun á töskurnar. Það kom á óvart að hún lætur nota minna vatn heldur en ég hef áður séð, þannig að þetta var ekki svo voðalegt sull.
Á miðvikudaginn eftir skóla kl 3 fór Birthe skólasystir með okkur íslensku konurnar í udflugt. Hún vorkennir okkur að komast aldrei í burtu frá skólanum og auðvitað aldrei heim. En jæja, hún var búin að hugsa sér að fara með okkur í skógarferð í Dollerupbakkene en það rigndi eldi og brennisteini þennan dag svo að plan b var dregið fram og það var ekki síðra. Birthe fór með okkur í 1000 ára gamlar kalknámur hér ekki lengt í burtu Mönsted kalkgruber. Þar lengst inni verka menn ost, það er nefnilega alltaf 98% loftraki og 8°C, það ku vera kjöraðstæður fyrir ost enda var ylmurinn dásamlegur. Þegar við svo settumst niður til að horfa á kynningarefni dró Birthe kaffi og bakkelsi uppúr pússi sínu, ekki amalegt það!
Síðan fór hún með okkur heim til sín, þar var Mogens maðurinn hennar búinn að græja veislumáltíð fyrir okkur. Þetta var fjórrétta máltíð, fyrsti rétturinn voru jómfrúarhumarhalar, síðan fiskur sem við gátum ekki áttað okkur á, því næst lambakjöt og að lokum ís. Allt var þetta borið fram á mjög fallegan máta. Þetta var frábært kvöld mikið hlegið og spjallað auðvitað misgáfulegt, þar sem stundum vantar mann orð!
Ég held ég hafi ekki látið það enn koma fram að ég er í fjarnámi fyrir íslensku kennara við KHÍ. Ég var að klára annað verkefnið áðan og nú bíð ég spennt eftir viðbrögðum. Ég var auðvitað ekki í staðnáminu á Akureyri í haust og veit ekki alveg hvað þar fór fram, kannski veð ég í villu og svíma en það kemur í ljós ég ætla amk að reyna áfram.
Í næstu viku er svo valfagið á morgun smykker síðan fer mitt holl í vefnað og prjón og á föstudaginn er listasaga ef ég skil planið rétt, svo það er nóg að gera.
Bið að heilsa öllum
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fá blogg!er spennt að vita hvað þið gerið í smykk kursi. kveðja Ása Björk
abs@nett.is 24.10.2006 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.