Fimmtudagur, 26. október 2006
Sorg og gleði
Enn ein vikan að líða, þessi hefur verið bæði góð og slæm. Ég hef verið við rúmstokkinn vegna lumbru, var með eins og ég gat og dormaði þess á milli. Það er nefnilega ekki hægt að vera bara heima því að maður er í húsinu, svona er þetta í heimavistar skóla. Nú er heilsan heldur betri og héðan í frá er allt uppávið!!
Það var líka erfitt að vera langt í burtu þegar Perla okkar veiktist og dó svo á þriðjudagskvöldið. Það er helst haldið að hún hafi komist í eitthvað eitur, þess vegna vildi dýralæknirinn senda hana suður í krufningu, það er alvarlegt mál ef svo er. Þannig að nú er tómlegt hjá þeim feðgum í Laugarbrekkunni.
Í þessari viku er samband húsmæðra og handavinnuskóla hér í Danmörku 100 ára og af því tilefni hafa verið hátíðarhöld ýmiskonar. Á miðvikudaginn sem var afmælisdagurinn sjálfur var eldaður gamaldags matur, það var kjöt í brúnni sósu og kartöflumús en á undan fengum við eplasúpu með tvíbökum. Eftir matinn sagði stofnandi skólans frá. Hún er á níræðisaldri en var lifandi ( meina hress ) og virtist muna allt í smáatriðum. Hún keypti skólahúsið 1959 þá 32 ára gömul af því að hún vildi endilega koma á fót skóla sem biði upp á fjölbreytta handavinnukennslu ekki bara útsaum úr pökkum. Hún lýsti því hvernig hún tók húsið í gegn næstum ein ef ég skildi hana rétt. Hún átti og rak skólann fram á tíunda tug síðustu aldar.
Í hádeginu í dag voru svo tónleikar, hingað kom danskur poppari, kannski líkastur okkar Mugison, sá heitir Rasmus Nöhr og ku vera vel þekktur hér amk voru smápíurnar spenntar. Það var gaman að fylgjast með þegar starfsfólkið undirbjó komu þeirra ( það voru tveir með honum ). Þeir höfðu beðið um að hafa baðaðstöðu og fá eitthvað að borða. Þær báru inn í eitt af herbergjunum blóm og körfur með gosi og flögum og eitthvað fleira fínerí. Tónleikarnir sjálfir voru glimrandi góðir, sætur strákur sem spjallaði vingjarnlega við áheyrendur sem blístruðu og klöppuðu á milli laga. Áheyrendur voru næstum eingöngu konur og meðalaldurinn örugglega 40 ár. Mjög gaman.
Nú er síðari hluti dvalarinnar hafinn þ.e. mitt holl er byrjað í vefnaði og prjóni Prjónaverkefnið er taska en við megum ráða hvað við vefum. Ég er búin að rekja í löber og held áfram í næstu viku.
Á morgun er listasaga allan daginn og nú skal setin maraþonseta á píningarbekkjunum í morgunandaktarsalnum, það er eins gott að það verði gaman! Kennarinn lét sem betur fer þau boð út ganga að við mættum prjóna þannig getur maður kannski gleymt bíb bekknum!!!
Meira síðar.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æææ hvað þetta var leiðinlegt með auminga Perlu. Við vitum alveg hvað ykkur líður og svo er bara að muna hvað hún var kát og skemmtileg! Sendi ykkur öllum knús Ása Björk
abs@nett.is 27.10.2006 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.