Mánudagur, 30. október 2006
Listasaga
Ekki má slá slöku við!
Á föstudaginn var listasögudagur,hann reyndist skemmtilegur þrátt fyrir setu á bekk allan daginn. Kennarinn sagði skemmtilega frá, sýndi myndir og lét okkur í smá hópum lesa okkur til um listaverk og segja frá. Fengum hálftíma til að undirbúa okkur. Það er forvitnilegt fyrir kennara ofan af Íslandi að velta fyrir sér muni á dönskum og ísl nemendum. Þegar kennarinn spurði um eitthvað, það gat verið hvað við héldum um ákveðinn hluta myndar, hvort það væri t.d. tákn, þá stóð aldrei á svörum hjá ungu stelpunum og þær færðu rök fyrir máli sínu. Ekki nóg með að ein svaraði heldur komu fleiri tillögur. Ég er ekki viss um að allt hafi endilega verið gáfulegt en allt var rætt. Við þurfum endilega að æfa okkar krakka í að hafa skoðun og rökstyðja hana! (Kennari í orlofi! ).
Laugardagurinn var helgaður gömlum nemendum 80 konur sem skiptust í hópa og skemmtu sér við bróderí, þæfingar, pappírsfléttur og fleira. Mér fannst merkilegt að það var eiginlega ekki ætlast til að við værum hér eða tækjum þátt. Ég hefði haldið að það væri hagur nemendasambands að sannfæra okkur hvað væri gaman hjá þeim til þess að við kæmum með næst, en kannski eru bara alveg nógu margir gamlir nemendur! Við fórum í kaupstaðarferð í staðinn. Þegar við komum heim sneri ég mér að því að sauma botn á þæfðu töskuna mína og er langt komin með það. Vefnaðarkennarinn var svo á kvöldvakt og hún kenndi mér að draga í haföld og kamb.
Sunnudagurinn var langur því nú er kominn vetrartími og við græddum klukkutíma. Ég gekk frá peysu sem ég var að prjóna og bróderaði svo fram yfir hádegi, þá dró ég í haföldin og kambinn. Það kláraði ég rétt fyrir kl6 og fékk svo hjálp hjá kennaranum á kvöldvakt við kápusaum. Klukkan 8 er svo helgistund þá er horft á Örninn ótrúlega spennandi.
Í dag var svo skartgripagerð frá 9-5 kennarinn var að bæta okkur upp veikindadaginn sinn.
Það var undarlegt að vera ekki í hringiðunni um helgina þegar skipt var á Stekkjarkinninni og íbúð á Breiðvangi. Nú er æskuheimilið ekki lengur á sínum stað, en það kom fjölskylda með nokkur börn svo að það verður aftur líf í húsinu og vonandi líður þeim vel.
Hér hefur verið leiðindaveður rigning og vindur en mér skilst að það snjói á Húsavík. Hér var reyndar slydduspá fyrir fimmtudag, ekki víst að það rætist.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Sigga mín, langt síðan ég hef kíkt, en það er frábært að lesa bloggið frá þér. Mikið erum við heppnar saumaklúbbssystur þínar að hafa slíkan sérfræðing sem þú ert orðin í handavinnu, spurning hvað þú kennir okkur þegar heim kemur. Ætlum að hittast á morgun hjá Huldu. Ég votta þér mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna Perlu. Var á skypinu með Írisi og hún bað kærlega að heilsa, ætlar að lesa bloggið þitt. Heyri í þér við tækifæri á skypinu, verðum að mæla okkur mót þar.
Bestu kveðjur frá Soffíu
Soffía Gísladóttir 30.10.2006 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.