Prjóna-Hans

Best að láta ekki líða of langt á milli.  Nú líða dagarnir ótrúlega hratt og enginn tími fer til spillis.  Í síðustu viku óf ég, prjónaði og gerði skartgripi.  Á fimmtudaginn var handavinnudagur.  Þann dag var skólinn opinn gestum og gangandi.  Hingað komu tæplega 100 skólabörn.  Kennararnir og "praktikantarnir" höfðu skipulagt verkstæði og við nemarnir máttum aðstoða ef við vildum eða sitja við okkar vinnu.  Ég aðstoðaði Önnu Birnu praktikant við að kenna puttaprjón og að prjóna venjulega.  Tók sig upp gamall handavinnukennari!  Hér læra börn bara handavinnu í 5. og 6. bekk og þau geta valið skilst mér smíði eða sauma.  Enda hafa sumar skólastúlkurnar hér aldrei prjónað fyrr en nú, sem þýðir auðvitað að það er himinn og haf á milli okkar.  Handavinnudagurinn var skemmtilegur, börnin prúð og áhugasöm. 

Á föstudagskvöldið gerði ég mér dagamun og skrapp í bíó í Viborg.  Ég sá glænýja danska mynd sem heitir Prag, mér fannst hún ljómandi góð.  Enn vantar þó nokkuð upp á færnina í dönskunni, ég áttaði mig á að ég skil ekki nógu vel þegar salurinn hló án þess að ég sæi ástæðu til!  Eftir bíóferðina fórum við stöllur heim til Önnu og prjónuðum fram eftir kvöldi.  Ég var að prufukeyra nýja græju sem ég keypti mér.  Græjan sú heitir Prjóna-Hans og er náskyldur þeim Prjóna-Lísu og Prjóna-Guddu, hann er bara eins og karlkyni sæmir stærri og sterklegri.  Það verður að segjast eins og er að prjónaskapurinn gekk vel.

Helgin fór svo í verkefnavinnu í íslenskunni og fleiri verkefni sem hafði dregist að vinna.

Á mánudagsmorgun var samkvæmt venju morgunandakt og nú fengum við kennslu í að prjóna á snaga, það er auðvitað augljóst að sú aðferð er náskyld þeirri sem notuð er á hann Prjóna-Hans, nema bara prjónað fram og til baka.  Kennarinn var meira að segja með heila bók um málefnið!!  Það er sem sagt ýmislegt til.

Þessi vika númer 45 er helguð útsaum og verkefnið er að skreyta skyrtur með fangamörkum, skyrturnar verða síðan sendar til Hendes Verden, nokkrar valdar og myndaðar.  Herlegheitin birtast svo í einhverju marsblaðanna næsta vor.  Skemmtilegt orð fangamark, hafið þið velt því fyrir ykkur?

Á hverju kvöldi er hér kennari á vakt, þeir leiðbeina í sínu fagi.  Í gærkvöldi var þæfingarkonan að aðstoða við frágang á töskum og fleiru og í kvöld er keramik kennarinn, hjá henni erum við að gera smáhluti úr postulíni.  Þannig að það eru fáar dauðar stundir hér.

Kærar kveðjur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Sigga mín, gaman að heyra að það sé nóg að gera. Mér dettur nú í hug að þú prjónir á hann karl föður okkur einhverja putta á stubbana sem vantar á. Honum er alltaf svo kalt á þeim. Bestu kveðjur. Olla

Olof Jonsdóttir 10.11.2006 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband