Hasar á heimavist

Eins og dyggir lesendur muna kom hingað ungur poppsöngvari um daginn og söng fyrir skólastúlkur í hádeginu.  Það þótti því sjálfsögð tryggð við goðið að storma á tónleika hjá honum og hljómsveit hans í Viborg á föstudagskvöldið.  Við íslensku valkyrjurnar létum ekki okkar eftir liggja og hækkuðum heldur meðalaldurinn bæði í skólastúlku hópnum og líka á tónleikunum.  Það er skemmst frá því að segja að það var mjög gaman, okkur forngripunum þótti þó heldur undarlegt að hvergi var sæti að finna heldur stóðu allir uppá endann.  Eldri borgararnir fóru svo bara heim að loknum tónleikum en yngri skólastúlkurnar máluðu bæinn rauðan.  Um morguninn fréttist svo um húsið að stjarnan væri sofandi  í setustofunni og eins og ein sagði síðar: Honum hefur líklega verið lofað gulli og grænum skógum eða amk gefið í skin.  Hvað sem því leið sást ( út um gluggann minn ) hvar stjarnan beið frekar þreytuleg eftir að vera sótt. 

Helgin fór í að klára að vefa löberinn og framleiða jólagjafir say no more!!!

Ég gleymdi að segja frá því að í síðustu viku var ein morgunstundin notuð til að skera í grasker því að allraheilagramessa ( kannski heitir það allrasálnamessa ) var í þeirri viku.  Síðan var sett kerti inní og kveikt á því þegar skyggja tók öll kvöldin í vikunni.  Litteratur maðurinn hann Henning sagði frá því að áður fyrr notuðu danir rófur sem þeir skáru út úr og settu ljós í til að fæla burt illa anda og að sá siður væri eldgamall. 

Við bróderuðum í skyrtur í síðustu viku, það var gaman að sjá hve mismunandi þær urðu og nú hefur skólastýran pakkað þeim saman og sent til Hendes Verden aldeilis spennandi!!!

Framundan er einn vefdagur og annar prjónadagur og síðan er studietur til Svendborgar og Kaupmannahafnar.  Það á að skoða hjá prjónahönnuði, saumastofu í leikhúsi og fleira. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband