Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Kaupmannahöfn
Það líður alltaf lengra og lengra á milli skrifa, það er vegna mikilla anna. Við stúlkurnar á Skals handavinnuskólanum brugðum undir okkur betri fætinum og fórum í studietur til Svendborgar og Kaupmannahafnar á fimmtudaginn. Héðan var ekið af stað í rútu kl 7 á fimmtudagsmorgninum og keyrt áleiðis. Eftir eins og hálfs tíma akstur var áð á bensínstöð, þar var dregið fram kaffi og bollur og borðað á bílaplaninu í kulda og trekki. Síðan keyrt til Svendborgar sem er á Fjóni (þar var allra fyrsti náttstaður hjólafélagsins Hraundísa í júní 1994). Í Svendborg skoðuðum við vinnustofu ungs vélbróderímanns Thomasar Sjölanders. Það var alger upplifun, hann hefur unnið búninga fyrir ýmsar kvikmyndir t.d. Harry Potter, Memoirs of a Geisha og margar fleiri og útsaumurinn var svoooo flottur!!! Við fengum líka að sjá saumavélina, hún er með 15 nálum og getur saumað með jafnmörgum litum. Útsaumarinn vinnur mynstrin á tölvu og ákveður í hvaða röð hver litur á að koma og hvers konar spor.
Eftir þetta fórum við beint til Kaupmannahafnar og í heimsókn til 5 listamanna sem hafa vinnustofu saman á Nörrebrogötu. Við hittum tvær mjög ólíkar vefnaðarkonur önnur sagðist mest vinna með pappísrgarn stór veggteppi, það var gaman að sjá og heyra hvernig hún vinnur verk sín. Hin var að vinna að risastóru veggteppi sem var túlkun hennar á ísbreiðu við Grænland. Merkilegast fannst mér við hana að hún hafði fundið upp risastóran ferða vefstað. Hún gat sem sagt tekið verkið 2m * 3m og skellt því upp í sumarhúsinu sínu, held samt að það þurfi sæmilegan bíl til flutninganna. Síðasti listamaðurinn sem við hittum þarna var tauþrykkjari, hann sagði okkur líka frá sínum verkum og sýndi smávegis.
Um kvöldið fórum við í leikhús og sáum Sylfiden í Aveny Teatret. Sylfiden er þýtt sem loftdís í orðabókinni það orð hef ég aldrei heyrt fyrr. Mér skilst hins vegar að verkið byggi á ballett og þarna er uppfærslan í hipphopp stíl, mikill dans og fimleikar af ýmsu tagi. Mjög skemmtileg sýning en ég er ekki nógu vel að mér í ballett að ég viti hvað hann heitir á íslensku.
Á föstudagsmorgni var svo farið í smá skoðunarferð um Kaupmannahöfn og meðal annars kíkt á Óperuna að utan. Mikilfenglegt hús og það sást vel í listaverkið hans Ólafs Elíassonar í anddyrinu.
Næst var svo skemmtileg heimsókn á saumastofu Aveny leikhússins, þar stigum við á svið og fórum um allt hús, skoðuðum t.d. búningageymsluna sem var niðri í kjallara og bara fyrir lágvaxna. Okkur voru sagðar sögur af tilurð búninganna sem við sáum á sviði kvöldinu áður, það er ekki sama hvar t.d. rennilásar eru þegar dansa á í búningnum og hvernig þurfti að styrkja ákveðna staði eftir því hvort dansarinn dansar mikið á höfðinu eða bakinu eða öðrum líkamshlutum!!
Að síðustu fórum við í tilskæringsakademiet það er sníðaskóli með 5 mánaða námskeið og líka önnur styttri. Þetta var líka fróðleg heimsókn.
Eftir þetta var frjáls tími og svo keyrðu flestar heim, ég varð eftir í Kaupmannahöfn því að ég hafði átt stefnumót við hana Ásu og við fengið lánaða íbúðina hans Jacobs kærastans hennar Rarnheiðar, þau voru nefnilega á Íslandi um helgina. Við skemmtum okkur konunglega, tókum skrens í búðum og heimsóttum kunningja.
Á heimleiðinni með lestinni munaði bara nokkrum lestarvögnum að ég lenti í bandítum! Lestin var stöðvuð í Horsens og bandítarnir handteknir. Þeir höfðu þá rústað vagni 8, mikið var ég fegin að vera ekki í vagni númer 8. Við hin fréttum bara af ósköpunum þegar lestin var að fara af stað eftir 20 mín bið. Maður hefði svo sem alveg eins getað lennt í vagni 8!!!!!
Í gær var valfagsdagur og við sem völdum þæfingu fórum heim til Inge Marie til Lögstör. Þar hefur hún frábæra vinnustofu og smekklega. Við gerðum nokkrar prufur og eigum svo að vinna útfrá þeim næstu mánudaga. Síðan er bara ofið öllum stundum og prjónað.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ min kaera. Husavikur Helga her. Nu er eg stodd i køben med Nordurvik. Haefilega dottid i bjorinn, strikid kannad, og mikid hlegid. Hugsa til tin, tar sem mer finnst tu svo nalaegt mer. Gangi ter vel i øllum ønnunum. Kv. fra Husavikurgenginu sem her er.
Helga Kristinsdottir 23.11.2006 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.