Þriðjudagur, 28. nóvember 2006
Ekki of léleg og ekki of góð!
Var að koma úr bænum erindið þangað var að fara í viðtal við námsráðgjafa í VUC (voksenuddannelsescenter). Viti menn ég kemst á námskeið eftir jól með dönum sem þurfa að bæta móðurmálið sitt, mætti líka segja seinum dönum. Ég verð einu sinni í viku í þrjá og hálfan tíma í senn og hlakka bara til.
Það er svo brjálað að gera að ég t.d. sat við vefstólinn í gær til kl hálf tíu til að klára ( axlirnar sögðu hættu,hættu en þær fengu ekki að ráða ) svo að ég geti sett aftur upp í vikunni, þetta er nefnilega síðasta vefnaðar vikan mín fyrir jól. Á morgun er prjónadagur og þá ætla ég að klára tösku sem ég er að prjóna.
Í síðustu viku bárust þau tíðindi að verkið mitt í bróderíi var valið ásamt 3 öðrum til myndatöku í Hendes Verden, myndatakan verður í janúar og birtist í einu marsblaðanna. Ég var nú frekar undrandi vegna þess að ég nennti varla að vinna þetta, vildi heldur halda áfram við allt hitt sem ég hafði í gangi, sem sagt ekki mjög metnaðarfull í þessu samhengi.
Á föstudag og laugardag vorum við á hattanámskeiði. Við lærðum að búa til filthatta (held að þeir heiti það ) úr kanínuhári. Við stóðum í marga tíma í gufubaði á meðan verið var að koma réttu lagi á hattana, þeir urðu mjög mismunandi með allskonar börðum stórum og litlum. Minn líkist mest lögguhatti úr bresku löggunni nema hann er brúnn. Æ ég veit ekki hvort ég set hann nokkurn tíman upp en það var gaman að prófa einu sinni að gera hatt.
Fimmtudagurinn í síðustu viku var undir yfirskriftinni litir og stíll. Við vorum látnar standa upp ein í einu og hinar áttu að finna út hvernig kroppurinn væri, hvort hann væri t.d. öfugur þríhyrningur eða kantað peruform eða beinn eða stundaglas o.s.frv. Skólasysturnar voru allar sammála um að minn kroppur væri eins og stundaglas. Næst skoðuðu þær andlitið og það mun vera rétthyrningur ekki ferningur og síðast fundu þær út ég væri haust. Þær voru nokkuð lengi að finna út með litinn því það virtist sem allir litir klæddu mig, ég benti þeim á að ég væri aller tiders.
Ég er að böglast við að semja ritgerð fyrir íslenskuna það verður að viðurkennast að einbeitingin er ekki mikil, það er nokkuð margt annað sem er meira spennandi.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.