Mišvikudagur, 6. desember 2006
Heimsókn
Hér er aš verša jólalegt, bęjarstarfsmenn settu fallegt jólatré fyrir utan gluggan minn, aušvitaš! Skólinn hefur lķka veriš skreyttur, kertaskreytingar, hafrakransar, bjöllur og fleira. Skals hefur lķka fengiš andlitlyftingu, fallegar ljósaserķur yfir ašalgötuna og Viborg er ljósum prżdd. Hér er unniš af kappi langt fram į kvöld, til aš nį aš klįra afurširnar.
Ķ gęr bauš Birthe okkur ķslensku konunum heim til sķn en fyrst fengum viš aš skoša skólann ķ heimabęnum hennar Ųrum. Žar tók kennslukona į móti okkur og sżndi okkur og sagši frį bara huggulegasti skóli en engin börn žar sem įlišiš var oršiš. Sķšan fórum viš heim til Birthe og Mogens mannsins hennar. Žar vorum viš ķ góšu yfirlęti langt fram į kvöld, žarf ekki aš taka fram aš veitingarnar voru ljśffengar bęši matur og drykkur. Žaš er ómetanlegt aš kynnast svona frįbęru fólki.
Ķ morgun var bróderķ til hįdegis sķšan tókum viš strętó meš Henning litteratur kennara. Feršinni var heitiš ķ Viborg og žar leiddi Henning okkur um stręti og torg og sagši frį hśsum og atburšum. Skošunarferšin endaši ķ Viborgardómkirkju og žar var ekki komiš aš tómum kofanum hjį Henning. Aš lokum fórum viš į vertshśs ķ kjallara einum viš Dómkirkjustręti, gamall bruggkjallari, mjög huggulegur og flottur.
Morgunandaktin ķ morgun var į mķna įbyrgš. Ég sżndi In memoriam myndina hans Ómars Ragnarssonar um Kįrahnjśka. Žaš er skemmst frį žvķ aš segja aš skólastślkurnar voru oršlausar bęši yfir framkvęmdinni og fegurš landsins. Žessi sżning var mikilvęgur hluti ķ tęknižjįlfun minni, ég tengdi sjįlf tölvuna og skjįvarpann og gat gert tenginguna virka meš leišbeiningum ķ sķma. Tengdi hįtalara og hvaš eina. Stolt nśna!!! Žaš var mikill munur aš geta sżnt į vegg en žurfa ekki aš horfa į sjónvarpiš allar saman.
Best aš halda įfram aš vinna biš aš heilsa öllum.
Um bloggiš
Sigga í Skals
Myndaalbśm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.