Tónleikar

Tvær konur hraða sér niðurlútar í regni og næturmyrkri eftir steinlögðu og illa lýstu Sct Mogens stræti.  Ferðinni er heitið í Dómkirkjuna til fundar við mikilmenni í tónlistarheiminum, sjálfan Hendel.  Við Anna Birna fórum sem sagt í kvöld á Messías eftir Hendel í Viborgar Dómkirkju.  Á leiðinni þangað rigndi þvílík ósköp  og þess vegna datt okkur í hug að við hefðum getað verið sögupersónur í Dickens sögu, mest vegna myrkurs og steinlögðu strætanna.  Best að bulla ekki meira.  Tónleikarnir voru upplifun, hljómsveitin Det Jyske Ensemble og kórinn Coro Misto voru mjög góðir og einsöngvararnir áttu góða spretti.  Frábært að sitja í þessari stóru fallegu kirkju og hlusta á fallega tónlist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband