Heimþrá

Kláraði endanlega jólagjöfina handa Ásbirni áðan, er bara nokkuð ánægð með mig.  Þá eru flestar jólagjafirnar tilbúnar.  Ég hef átt "erfitt" með að sætta mig við að það er hvergi hitamæli að sjá og sem sönnum Íslendingi er tamt, verð ég að vita hvernig hitastigi er háttað.  Ég fékk mér göngutúr í gær að eina opinbera hitamælinum hér í Skals og það voru 4 gráður.  Mér var létt um stund, nú er hins vegar grenjandi rigning og rok og örugglega annað hitastig!!!

Í augnablikinu er ég með tvo trefla í "dekateringu" sem ég veit ekki hvað þíðir.  Það er þannig að þeim er rúllað inn í léreft og sett í ákveðið tæki með smá vatni.  Vatnið er hitað og gufan látin leika um afurðina.  Síðan er þetta látið kólna í klukkutíma, ullin verður létt og krumpast síður í þvotti skilst mér.  Svo ætla ég að þræða saman kjól og ath hvort eitthvað vit er í honum.

Allt í einu núna þegar sér fyrir þennan enda dvalarinnar er ég orðin svo óþolinmóð að komast heim, þessi tilfinning helltist yfir mig í gær.  Annars enn nóg að gera og ekki slitna útiskórninr, það hefði næstum verið nóg að hafa bara inniskó.  Hlakka til að sjá ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigga í Skals

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Svartsaumsdúkur
  • Svartsaumur
  • Púðaband
  • Stoppsaumur
  • Askja

Tenglar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband