Þriðjudagur, 12. desember 2006
Jólatónleikar
Bjartur og fallegur dagur fram að kvöldmat, síðan hefur rignt duglega. Hér ræða menn um óvenjulega blautt haust og hlýtt. Ég held að það hafi rignt eitthvað næstum hvern einasta dag síðan í október.
Í morgun tókst loks að klára kápuna mína nema ég á eftir að pressa hana, ég minnist þess ekki að hafa verið jafn lengi með nokkra flík, ég held ég verði bara ánægð með hann.
Eftir hádegi var julehygge, það var föndrað og drukkið glögg og borðaðar vöfflur með. Við þæfðum litla skerma utan um jólaseríu eða utan um kertaglas. Það var Inge Marie sem stóð fyrir föndrinu hún er alveg frábær konan sú.
Í kvöld fór ég á jólakonsert í Skals kirkju, þar söng Viborgarkórinn. Það var gaman að heyra hvað allir tóku kröftuglega undir þegar sunginn var fjöldasöngur. Þetta var yndisleg stund við söng og orgelspil. Við íslensku pigerne vorum að grínast með að okkar skemmtanir væru eins og í gamla daga. Sem sagt helsta skemmtun okkar er að fara til kirkju.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.