Miðvikudagur, 13. desember 2006
Santa Lusia
Undarlegar, yndislegar, syngjandi verur birtust mér löngu fyrir fótaferðatíma í morgun. Um verurnar lék eldbjarmi og gerði upplifunina enn dularfyllri. Þegar ég var búin að plokka tappana úr eyrunum og setja upp gleraugun ( þurfti ekki að setja tennurnar í mig ) sá ég að þarna voru á ferð kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk skólans. Ein var með Lúsíukrans á höfði og hinar héldu á kertum, allar hvítklæddar og sungu eins og englakór, blíðlega og fallega Santa Lúsía. Önnur skólastýran sagði blíðlega við mig: Það er morgunmatur kl korter í átta og færði mér epli með logandi kerti og hjartalaga köku. Síðan liðuðust þær syngjandi áfram eftir ganginum og vöktu hinar skólastúlkurnar. Þegar við komum niður var búið að leggja á borð og kveikja á fullt af kertum. Við borðuðum og sungum dönsk jólalög til kl að verða níu. Þetta var alveg yndislegur morgun.
Í saumatíma var ég reyna að koma lagi á kjólinn minn ég saumaði og rakti upp, var orðin súr og svekkt og langaði bara að henda honum í tunnuna. Það hvorki gekk né rak allan daginn, ég velti því fyrir mér hvort ég væri bara ekki á rangri hillu. Eftir skólatíma kl þrjú fór ég í bæinn að kaupa lestarmiða og rápa. Saumakennarinn var á aftenvakt og ég dreif mig aftur í kjólasauminn. Ég hafði fengið hugmynd í strætó, ég rakti berustykkið upp og sneið og saumaði nýtt og nú held ég að þetta gangi.
Á morgun er síðasti dagurinn hjá mér fyrir jól og enn nóg að gera.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.