Mánudagur, 18. desember 2006
Komin heim
Komin heim í heiðardalinn!
Ég lagði af stað á föstudagsmorgun eftir að hafa sofið yfir mig í fyrsta sinn í áraraðir. Ég náði þó að fara í morgunandakt og kveðja hópinn. Síðan var strætó og lest og Ragnheiður tók á móti mér á Hovedbane. Við mæðgur röltum aðeins og hreinsuðum til í nokkrum búðum og fórum svo heim á Gurrevej, elduðum okkur kjúlla og horfðum á fyrri hluta Midt om natten.
Á laugardaginn var skeiðað í fleiri búðir, Ragnheiður hafði lofað að sinna búðarerindum fyrir hina og þessa. Við tókum líka rispu í Rødøvre molli, velgeymt leyndarmál ég hafði amk ekki heyrt um það fyrr.
Þegar við komum heim á Gurruveg fréttum við af miklum óeirðum á Nørrebru rétt hjá gamla staðnum hennar Ragnheiðar þannig að við fylgumst með og veltum því fyrir okkur hvort við ættum að hætta við að fara í Tivoli um kvöldið. Þar sem við erum kjarkfólk létum við ekki smá óeirðir stoppa okkur það voru ekki nema tæplega 300 handteknir. Það er alltaf gaman að fara í Tivoli reyndar margt fólk en orðið jólalegt og fallegt.
Sunnudagurinn fór svo í heimferð alla leið hingað til Húsavíkur.
Um bloggið
Sigga í Skals
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.